Friday May 23, 2025

#1 Þátttaka og stuðningsþarfir fullorðinna barna við umönnun aldraðra mæðra

Sveinn Brimar Jónsson stúdent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri tekur viðtal við Mariu Finster Úlfarsdóttur um doktorsverkefnið hennar.  Hlaðvarpið er verkefni við fjölmiðlafræðina.

Megin markmið doktorsverkefnis Mariu er að kanna kynjamun á þátttöku fullorðinna barna í umönnun mæðra sinna á hjúkrunarheimilum og þörfum barnanna fyrir fræðslu og stuðning frá heilbrigðisfólki. Verkefnið er brotið niður í þrjár rannsóknir (Rannsókn I-III)


Verkefnið er brotið niður í þrjár rannsóknir (Rannsókn I-III)

  • Rannsókn I er eigindleg rannsókn sem byggir á aðferðafræði Vancouver School og Doing Phenomenology. Markmið hennar er að kanna reynslu sona af því að eiga aldraða móður á hjúkrunarheimili og annast um hana, hvernig hjúkrunarheimilisdvölin mótar mæðginasambandið og þarfir sonanna fyrir fræðslu og stuðning.
  • Rannsókn II miðar að því að þýða, staðfæra og meta sálfræðilega eiginleika matskvarðans F-INVOLVE/F-IMPORTANT, sem metur þátttöku fjölskyldumeðlima í umönnun ástvina á hjúkrunarheimilum.
  • Rannsókn III er þversniðsrannsókn sem byggir á gögnum úr rannsókn II. Markmið hennar er að kanna kynjamun á þátttöku fullorðinna barna í umönnun mæðra sinna á hjúkrunarheimilum og þörf þeirra fyrir fræðslu og stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki.

Comment (0)

No comments yet. Be the first to say something!

Copyright 2025 All rights reserved.

Version: 20241125