
Friday May 23, 2025
#2 Leðurgerð úr roði í metravís: Nanna Lín
Ágúst Herner Konráðsson stúdent við fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri tekur viðtal við Maríu Dís Ólafsdóttur um doktorsverkefnið hennar. Hlaðvarpið er verkefni við fjölmiðlafræðina.
Í verkefninu hjá Maríu Dís verða gerðar prófanir og mælingar á íslensku laxaroði með það að leiðarljósi að hægt verði að endurmóta roðið yfir breiður. Eftir endurmótun verður breiðan sútuð yfir í leður og lituð. Helstu áskoranir í verkefninu er að ná roðinu í sundur án þess að valda of miklum skaða og að ná því saman aftur á nýju formi með nægum styrk svo hægt sé að súta það og nota í vörur. Verkefnið er doktorsverkefni rannsakandans og er viðkomandi starfskraftur skólans og stofnandi Nanna Lín.
No comments yet. Be the first to say something!