Hvað eru eiginlega gæði náms?

Þetta er fyrsti þáttur í þáttaröð Landssamtaka íslenskra stúdenta um gæðamál í íslenskum háskólum. Markmið þáttanna er að vekja athygli á gæðamálum háskólanna og fjalla um þau á einfaldan og skemmtilegan hátt, þáttarstjórnandi er Pétur Marteinn Urbancic Tómasson.

Í fyrsta þætti er farið um víðan völl en fjallað er um uppbyggingu gæðastarfs háskólanna og einnig mikilvæg mál er varða stúdenta eins og fjármögnun háskólastigsins, aðgengi að námi og aðgangsstýringar, mikilvægi stúdentamiðaðra upplýsinga sem hluti af háskólakerfinu og menntastefnu svo eitthvað sé nefnt.

Viðmælendur í fyrsta þætti eru Ragna Sigurðardóttir læknanemi og fyrrverandi forseti stúdentaráðs og Aldís Mjöll Geirsdóttir gæðastjóri LÍS.

 

 

Share | Download(Loading)